23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 18:45 Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira