Fótbolti

21 árs fyrirliði Frakka með sigurmarkið gegn Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raphael Varane fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld.
Raphael Varane fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/AFP
Frakkland og Ítalía unnu bæði 1-0 sigra í vináttlandsleikjum í kvöld, Frakkar unnu Svía í Marseille en Ítalir unnu Albani í Genúa. Bæði sigurmörkin voru skallamörk eftir hornspyrnu.

Varalið Frakka vann 1-0 sigur á Zlatan-lausu sænsku landsliði en Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, gerði átta breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Albaníu um helgina.

Þetta var merkilegt kvöld fyrir hinn 21 árs gamla Raphael Varane sem spilar með Real Madrid. Hann bar fyrirliðabandið hjá Frökkum og skoraði síðan eina mark leiksins með skalla á 84. mínútu eftir hornspyrnu Antoine Griezmann. Karim Benzema gat gulltryggt sigurinn tveimur mínútum síðar en skaut þá yfir úr vítaspyrnu.

Stefano Okaka, framherji Sampdoria, skoraði eina markið þegar Ítalir unnu Albaníu 1-0 í Genúa en hann var að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld. Okaka skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu frá Giacomo Bonaventura Antonio Conte, þjálfari Ítala, gaf nýjum mönnum tækifæri í þessum leik í kvöld.


Tengdar fréttir

Danir töpuðu í Rúmeníu

Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld.

Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán

Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×