200 km án klósetts: Dömubindi og klósettpappír á víð og dreif Randver Kári Randversson skrifar 7. ágúst 2014 16:00 Vísir/Pjetur Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur. Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur.
Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09