Fótbolti

200 dagar í EM | Hér eru dagsetningarnar sem skipta máli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Super Victor er lukkutröll EM 2016.
Super Victor er lukkutröll EM 2016. Vísir/Getty
Í dag eru 200 dagar þar til að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu verður sett í Frakklandi og ljóst að margir bíða spenntir hér á landi enda verður Ísland í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða.

Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 12. desember og kemur þá í ljós hvaða lið verða með strákunum okkar í riðli. Tveimur dögum síðar gefst stuðningsmönnum tækifæri á að sækja um miða á leiki sinna liða.

Á heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu má sjá yfirlit yfir þær dagsetningar sem skipta máli í aðdraganda keppninnar sem hefst þann 10. júní og lýkur réttum mánuði síðar. Opnunarleikur keppninnar sem og úrslitaleikur fara fram á Stade de France í París.

Hér má lesa um allt það helsta sem viðkemur keppninni og hvernig fyrirkomulag hennar er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×