Innlent

20 þúsund nýttu sér þjónustu velferðarsviðs

Jakob Bjarnar skrifar
Stefán Eiríksson tók við sem forstöðumaður velferðarsviðs borgarinnar á árinu. Verkefni gegn heimilisofbeldi í samvinnu við önnur sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu er meðal þess sem ákveðið var að ráðast í.
Stefán Eiríksson tók við sem forstöðumaður velferðarsviðs borgarinnar á árinu. Verkefni gegn heimilisofbeldi í samvinnu við önnur sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu er meðal þess sem ákveðið var að ráðast í. visir/stefán
Samkvæmt nýrri ársskýrslu velferðarsviðs fyrir árið 2014 nýttu tuttugu þúsund einstaklingar sér þjónustu sviðsins með einum hætti eða öðrum.

Meðal þeirra voru tæplega níu þúsund sem fengu greiddar húsaleigubætur og yfir þrjú þúsund fengu félags- eða sálfræðirágjöf. Á velferðarsviði fer fram mjög umfangsmikil starfssemi en  129 starfseiningar eru starfsræktar á sviðinu og þar vinna 2.351 starfsmenn. Heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til starfssemi sviðsins námu 15.7 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar.

Þetta kemur í fréttatilkynningu frá velferðarsviði þar sem vakin er athygli á skýrslunni og tæpt á efni hennar. Þannig er talað um að Stefán Eiríksson hafi tekið við stöðu sviðsstjóra, stefna Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk, í málefnum utangarðsfólks og í forvarnarmálum tóku gildi, samþykkt að byggja fleiri búsetukjarna fyrir fatlað fólk og Reykjavíkurborg sótti um að vera meðal þeirra borga í Evrópu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir sem aldursvæna borg. „Það þýðir að á næstu árum mun borgin  meta stöðu sína og vinna að því að vera aðgengileg aðlaðandi og hentug borg fyrir eldri borgara,“ segir í tilkynningunni.

Þá var samþykkt að innleiða verkefni gegn heimilisofbeldi í samvinnu við önnur sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Gistiskýlið fyrir heimilislausa karla  flutti í nýtt og betra húsnæði að Lindargötu 48, þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða flutti einnig í betra húsnæði á Laugavegi 77 og félagsmiðstöðin Borgir opnaði í Spönginni í Grafarvogi. Þetta og svo margt fleira má lesa um í ársskýrslu velferðarsviðs árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×