Innlent

20 milljónir söfnuðust

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Framlag Hróksins skipti miklu.
Framlag Hróksins skipti miklu. Mynd/Unicef
20 milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðs fyrir menntun sýrlenskra flóttabarna en söfnuninni lauk formlega á þriðjudag. Framlagi Fatimusjóðs verður varið til að reka miðstöð fyrir óformlega menntun 350 sýrlenskra barna í Jórdaníu.

Almenningur á Íslandi útvegaði sýrlenskum flóttabörnum 3.355 pakka af skólagögnum. Í miðstöðinni fá börnin kennslu í grunngreinum, eins og lestri og skrift, en einnig verkmenntun, kennslu í lífsleikni, sálræna aðstoð og annars konar stuðning sem þeim reynist nauðsynlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×