Innlent

2 ára fangelsi fyrir líkamsárás

Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Mennirnir tveir hittu fórnarlambið við verslunina Select við Bústaðarveg og buðu honum með sér í partí. Hann þáði boðið og ók með þeim á áfangastað. Þegar þangað var komið réðust árásarmennirnir að honum með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið. Árásarmennirnir reyndu að ná peningum af fórnarlambinu sem hann hafði í veski sínu en flúðu þegar nágranni kom frammi á stigapallinn og skildu manninn eftir liggjandi í blóði sínu. Héraðsdómur taldi brot mannsins bæði fruntalegt og hættulegt, auk þess sem hann dró með sér óharðnaðan ungling til verksins. Unglingurinn fékk fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×