Erlent

16 látnir í flóðum í Frakklandi - Myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Bílar eru sagði liggja eins og hráviði um Cannes.
Bílar eru sagði liggja eins og hráviði um Cannes. Vísir/AFP
Minnst 16 eru látnir og þriggja saknað eftir mikil flóð á frönsku rívíerunni. Lestarstöðvar og undirgöng fylltust af vatni í gífurlegum rigningum síðustu daga. Björgunarmenn hafa staðið í ströngu og yfirgefni bílar liggja eins og hráviði um götur borga og bæja.

Af þeim sem létu lífið voru þrír ellilífeyrisþegar sem drukknuðu þegar heimili þeirra fór á kaf. Þá drukknuðu aðrir þar sem þeir sátu fastir í bílum sínum í undirgöngum og bílastæðahúsum. Samkvæmt BBC er talið að á einungis tveimur dögum hafi rigningin í Nice samsvarað tíu prósentum af meðalrigningu á ári hverju.

Íbúar Cannes segja að bílar hafi endað í sjónum og að ákveðið dómsdagsástand hafi myndast.

„Við erum búin að bjarga fjölda fólks og nú verðum við að koma í veg fyrir gripdeildir,“ sagði Davis Lysnar, borgarstjóri Cannes.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×