Innlent

150 útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Samúel Karl Ólason skrifar
Útskriftarhópurinn.
Útskriftarhópurinn. Mynd/Jóhannes Long
150 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðhyolti í Silfurbergi Hörpu á miðvikudaginn. Þar af voru 78 nemendur með stúdentspróf. Þá útskrifuðust 35 nemendur af sjúkraliðabraut, 17 af húsasmiðabraut, ellefu af rafvirkjabraut, sjö af snyrtibraut og sjö af starfsbraut.

Martyna Laura Kapszukiewicz er Dúx FB.Mynd/Jóhannes Long
Flest verðlaun hlaut Martyna Laura Kapszukiewicz af listnámsbraut og var hún dúx skólans. Hún fékk verðlaun fyrir bestan áragnur á stúdentsprófi og verðlaun í dönsku og ensku.

Þar að auki hlaut hún viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella sem og verðlaun úr Styrktarsjóði Kristínar Arnalds, fyrrverandi skólameistara FB, fyrir bestan árangur í íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×