Innlent

130 þúsund króna hraðasekt

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ökumaður á Garðskagavegi missti ökuréttindi sín í einn mánuð eftir hraðakstur.
Ökumaður á Garðskagavegi missti ökuréttindi sín í einn mánuð eftir hraðakstur. Vísir/Stefán
Ökumaður sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á klukkustund á Garðaskagavegi á dögunum var gert að greiða 130 þúsund krónur í sekt. Hámarkshraði þar er 90 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur leyfi í einn mánuð og fékk þrjá refsipunkta í ökuferlaskrá sína.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að margir hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur upp á síðkastið. Einnig var einn ökumaður þar handtekinn vegna ölvunaraksturs og annar vegna akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá síðarnefndi var einnig réttindalaus undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×