„Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Hjörtur Hjartarson skrifar 5. september 2014 19:45 Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“ Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“
Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent