„Vonbrigði mín eru ekkert miðað við veruleika þeirra sem misstu ástvini“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. apríl 2014 19:15 Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira