Erlent

„Versta dýragarði heims“ lokað

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppstoppuð dýr í dýragarðinum.
Uppstoppuð dýr í dýragarðinum. Vísir/AFP
Dýragarði á Gaza-svæðinu hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Honum hefur lengi verið lýst sem „versta dýragarði heims“. Almenningi hefur þó ekki verið hleypt í Khan Younis dýragarðinn frá 2014 en dýrin hafa nú verið flutt úr landi og eigandi hans segir að garðurinn muni aldrei opna aftur.

Mohammad Eweda segir að aðstæður á Gaza hafi gert rekstur garðsins mjög erfiðan.

Dýragarðurinn, sem var opnaður árið 2007, vakti mikla athygli á árum áður þegar í ljós kom að uppstoppuðum dýrum hafði verið komið fyrir meðal lifandi í búrum garðsins. Í fyrra fór alþjóðlegt teymi dýralækna til Gaza til þess að koma dýrunum sem þar voru til bjargar, þar sem þau höfðu ekki fengið nóg að éta um langt skeið.

Einungis 16 dýr voru eftir í dýragarðinum og hafa flest þeirra verið send til Jórdaníu, en eitt tígrisdýr var sent til Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×