Enski boltinn

„Van Gaal er illmenni“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal losaði sig við mexíkósku markavélina.
Louis van Gaal losaði sig við mexíkósku markavélina. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er þorpari og illmenni að mati fyrrverandi leikmanns mexíkóska landsliðsins í fótbolta.

Hugo Sánchez, goðsögn mexíkóska landsliðsins, er vægast sagt ósáttur við meðferð Van Gaal á samlanda sínum Javier Hernández sem var seldur á mánudaginn til Bayer Leverkusen.

Chicharito brenndi af vítaspyrnu í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Club Brugge og vöktu viðbrögð Van Gaal á bekknum mikla athygli. Vildu einhverjir meinra að viðbrögð hans og Ryans Giggs þýddu að dagar Chicharito á Old Trafford væru taldir. Og það reyndist rétt.

„Van Gaal tók slæma ákvörðun og ekki í fyrsta skiptið. Hann hefur gert slíkt 50.000 sinnum,“ segir Sánchez í viðtali við Futbol Picante.

„Ég hef þjálfað og svona mega menn ekki koma fram við leikmennina sína. Ég hefði farið og klappað honum á bakið og sagt honum að hafa trú á sjálfum sér. En þegar ég sá hvernig hann leit á Giggs... þvílíkt illmenni.“

„Chicarito var ekki góður í leiknum en slíkt getur komið fyrir bestu leikmenn. Van Gaal er þorpari og vonandi fer fólk á Englandi að átta sig á því að hann er slæmur maður sem kemur illa fram við leikmennina sína.


Tengdar fréttir

United staðfestir kaupin á Martial

Manchester United hefur gengið frá kaupum á Anthony Martial frá Monaco á fjögurra ára samningi, en hann er einungis nítján ára gamall.

West Brom bætir við sig markverði frá Manchester United

West Brom staðfesti í gær kaupin á Anders Lindegaard, danska markverðinum frá Manchester United en hann hefur aðeins leikið 29 leiki í öllum keppnum undanfarin fimm ár í herbúðum Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×