„Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2014 09:00 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, á í reglulegum samskiptum við tollinn sem að hans sögn eru oft frekar fyndin. Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds. Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds.
Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11