Lífið

„Þekkið þið Harry Potter?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viktoría og Einar í góðum félagsskap.
Viktoría og Einar í góðum félagsskap.
„Þetta er rosalegt! Þvílík læti! Maður upplifir sig eins og alvöru töfrastjörnu,“ segir töframaðurinn Einar Mikael.

Hann hefur, ásamt töfrakonunni Viktoríu, heimsótt skóla landsins síðustu vikur og haldið töfrasýningar fyrir nemendur. Einar og Viktoría hafa í nægu að snúast að ferðast frá skóla til skóla en Einar segir það allt þess virði. Hann segist einnig nærast á því hve skemmtilegar og áhugaverðar spurningar hann fær frá krökkum á öllum aldri.

„Krakkarnir spyrja okkur oft mjög skrýtinna spurninga,“ segir Einar hlæjandi og gefur okkur dæmi um það hvað krakkarnir eru ólmir í að vita.

„Spurningar eins og: Hvar er hægt að fá hár eins og Viktoría? Frá hvaða plánetu erum við? Þekkjum við Harry Potter?“ segir Einar. Þá er honum alveg ljóst hvaða töfrabrögð eru í uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni.

„Þau vilja alltaf láta saga sig í sundur og láta kennarann sinn hverfa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×