Innlent

„Það koma alltaf ný tækifæri“

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Guðrún segist þakklát fyrir stuðninginn.
Guðrún segist þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Vilhelm
„Þetta var málefnaleg kosningabarátta þar sem tekist var á um ýmis mál. Vonandi nýtist sú umræða sem hefur átt sér stað skólanum vel í þau verkefni sem framundan eru,“ segir Guðrún Nordal, frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands.

Í gær fóru fram kosningar til embættis rektors Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson hafði betur í rektorskjörinu með 54,8 prósent atkvæða. Guðrún hlaut 42,6 prósent atkvæða.

Guðrún segist ánægð eftir kosningabaráttuna. „Ég er þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem ég fékk í kosningunum og óska meðframbjóðenda mínum til hamingju með sigurinn,“ segir Guðrún.

Guðrún er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og forstöðumaður Árnastofnunar. „Ég mun nú halda áfram í mínu starfi og vinna að mínum rannsóknum. Það koma alltaf ný tækifæri,“ segir Guðrún. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×