„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. maí 2013 15:09 Sænskt munntóbak er mun skaðminna en reyktóbak, en þó ekki skaðlaust Mynd/ Getty/ Landspítali „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira