„Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum Sunna skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Ísland er með síðustu ríkjum Evrópu sem innleiða hinar nýju kröfur, en markmið þeirra er að gera kortagreiðslur öruggari og draga úr kortasvikum. Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira