„Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum Sunna skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Ísland er með síðustu ríkjum Evrópu sem innleiða hinar nýju kröfur, en markmið þeirra er að gera kortagreiðslur öruggari og draga úr kortasvikum. Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira