„Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum Sunna skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Ísland er með síðustu ríkjum Evrópu sem innleiða hinar nýju kröfur, en markmið þeirra er að gera kortagreiðslur öruggari og draga úr kortasvikum. Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira