Sport

„Ofbeldi unglinga á ekkert skylt við bardagaíþróttir“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr umræddum myndböndum sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu.
Úr umræddum myndböndum sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. MYND/STILLUR ÚR MYNDBÖNDUM Á FACEBOOKSÍÐU
Stjórn Mjölnis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt. Tilefnið eru nýlegar fregnir af slagsmálum unglinga en upptökur af þeim hafa verið birtar á internetinu.

Sjá einnig: Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook

Segir í yfirlýsingunni að strangar reglur ríki um hverjir fá að æfa hjá félaginu og þeir einstaklingar sem sjáist á myndböndunum séu svo sannarlega ekki velkomnir hjá Mjölni.

Haraldur Dean Nelson, framkvæmdarstjóri Mjölnis og faðir Gunnars Nelson bardagakappa, lét sig málið varða á dögunum og sagði að það væri vanhugsað að tengja ofbeldi við bardagaíþróttir, líkt og Nútíminn hefur fjallað um.

Yfirlýsing stjórnar Mjölnis í heild sinni:

„Að gefnu tilefni og af því að eftir því hefur verið leitað vill Mjölnir taka fram að ofbeldi eins og sést í fréttum af slagsmálum unglinga á ekkert skylt við bardagaíþróttir. Mjölnir fordæmir hvers kyns ofbeldi og þá sem að því standa. Félagið hefur alltaf haft strangar reglur varðandi hverjir æfa hjá félaginu og einstaklingar sem sjást á þessum myndböndum eru svo sannalega ekki velkomnir í Mjölni. Í Mjölni ber fólk virðingu hvert fyrir öðru.

Stjórn Mjölnis“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×