"Næst banna kortafyrirtæki fólki að kaupa mjólk og bleyjur" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. júní 2012 18:30 „Næsta skref er að kortafyrirtækin banni fólki að kaupa mjólk og bleyjur," segir annar eigandi Datacell um viðskiptabann Visa og Mastercard á Wikileaks. Aðalmeðferð fyrirtækisins gegn Valitor fór fram í dag. Það var í desember 2010 sem öll helstu kortafyrirtæki heims, Visa, Mastercard, Bank of America, Western Union og Paypal ákváðu að loka á allar greiðslugáttir til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks eftir að síðan lak gríðarlegu magni upplýsinga um sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Íslenska fyrirtækið Datacell sem var milliliður Wikileaks á Íslandi höfðaði í kjölfarið mál gegn Valitor og fór málflutningur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Þetta hefur töluverða þýðingu fyrir okkur og líka korthafa, þetta snýst ekki bara um okkur og Wikileaks heldur eru kortafyrirtækin að ákveða í hvað fólk getur eytt peningunum. Þar sem Wikileaks hefur orðið uppvíst að neinu ólöglegu þá er næsta bara að banna þér að kaupa mjólk eða bleyjur með korti," segur Ólafur Sigurvinsson, rekstrarstjóri Datacell. Mál Datacell gegn Visa er eitt af mörgum málum sem Wikileaks hefur verið að undirbúa víða um heim gegn kortafyrirtækjunum en Ólafur er viss um að dómurinn verði þeim í hag. „Þetta er sama málið í raun og veru á móti íslensku fyrirtæki sem stoppaði þessa greiðslugátt. Og við erum með sambærilegt mál fyrir Evrópudómstól og í Danmörku líka. Ég á von á því að úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur hafi fordæmi," segir Ólafur. Lögmaður Datacell segir málið aðallega snúast um hvort að Valitor hafi vitað að greiðslugátt Datacell var notuð til að safna styrkjum fyrir Wikileaks en auk þess heldur Valitor fram að það að safna peningum fyrir þriðja aðila sé brot á skilmálum. „Það skiptir máli hvort þeir hafi vitað það fyrirfram eða ekki," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell. „Við byggjum á því að þeir hafi vitað það fyrirfram en svo hafi stóri risinn úti í Evrópu slegið á puttana á þeim og bannað þeim þetta. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Næsta skref er að kortafyrirtækin banni fólki að kaupa mjólk og bleyjur," segir annar eigandi Datacell um viðskiptabann Visa og Mastercard á Wikileaks. Aðalmeðferð fyrirtækisins gegn Valitor fór fram í dag. Það var í desember 2010 sem öll helstu kortafyrirtæki heims, Visa, Mastercard, Bank of America, Western Union og Paypal ákváðu að loka á allar greiðslugáttir til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks eftir að síðan lak gríðarlegu magni upplýsinga um sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Íslenska fyrirtækið Datacell sem var milliliður Wikileaks á Íslandi höfðaði í kjölfarið mál gegn Valitor og fór málflutningur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Þetta hefur töluverða þýðingu fyrir okkur og líka korthafa, þetta snýst ekki bara um okkur og Wikileaks heldur eru kortafyrirtækin að ákveða í hvað fólk getur eytt peningunum. Þar sem Wikileaks hefur orðið uppvíst að neinu ólöglegu þá er næsta bara að banna þér að kaupa mjólk eða bleyjur með korti," segur Ólafur Sigurvinsson, rekstrarstjóri Datacell. Mál Datacell gegn Visa er eitt af mörgum málum sem Wikileaks hefur verið að undirbúa víða um heim gegn kortafyrirtækjunum en Ólafur er viss um að dómurinn verði þeim í hag. „Þetta er sama málið í raun og veru á móti íslensku fyrirtæki sem stoppaði þessa greiðslugátt. Og við erum með sambærilegt mál fyrir Evrópudómstól og í Danmörku líka. Ég á von á því að úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur hafi fordæmi," segir Ólafur. Lögmaður Datacell segir málið aðallega snúast um hvort að Valitor hafi vitað að greiðslugátt Datacell var notuð til að safna styrkjum fyrir Wikileaks en auk þess heldur Valitor fram að það að safna peningum fyrir þriðja aðila sé brot á skilmálum. „Það skiptir máli hvort þeir hafi vitað það fyrirfram eða ekki," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell. „Við byggjum á því að þeir hafi vitað það fyrirfram en svo hafi stóri risinn úti í Evrópu slegið á puttana á þeim og bannað þeim þetta.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira