Lífið

"Mér fannst ég líka of ljót til að vera leikkona“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Meryl segir styrk falinn í því sem er öðruvísi.
Meryl segir styrk falinn í því sem er öðruvísi. Vísir/Getty
„Ég held að ég hafi verið eins og allar stúlkur sem klæða sig í prinsessukjóla og búast við því að allir veiti þeim óskipta athygli. Flest okkar vaxa upp úr því. Ég lék oft í leikritum en mér fannst ég vera of hégómafull til að vera leikkona,“ sagði leikkonan Meryl Streep þegar hún var gerð að heiðursdoktor í háskólanum í Indiana fyrir stuttu.

„Mér fannst ég líka of ljót til að vera leikkona. Gleraugu voru ekki æðisleg í þá daga,“ bætti Meryl við. „Mig langar til að segja ungum konum að hafa ekki of miklar áhyggjur af þyngd sinni. Stelpur eyða of miklum tíma í að hugsa um það og það eru betri hlutir í lífinu,“ sagði leikkonan, sem margir myndu segja að væri íðilfögur.

„Það sem gerir þig öðruvísi eða skrýtinn er styrkur þinn. Allir reyna að líta út á einhvern ákveðinn hátt en í raun er það fólkið sem lítur öðruvísi út sem er ráðið. Ég hataði einu sinni nefið mitt. Ekki núna. Það er í lagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×