Innlent

"Menn verða að vanda sig en ekki ana áfram"

Karen Kjartansdóttir. skrifar
Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðarlánasjóð er mikið fjallað um pólitísk vensl í húsnæðiskerfinu. Meðal annars segir þar að pólitískar ráðningar innan sjóðsins hafi viðgengist sem og þeirra stofnana sem áttu að hafa hafa eftirlit með sjóðnum.

Pólitískar ráðningar í stöður framkvæmdastjóra Íbúðarlánasjóðs, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og bankastjóra Seðlabanka Íslands hafi rýrt trúverðugleika og eftirlit þessara stofnanna og þar með sjóðsins.

Á fundinum voru skýrsluhöfundar spurðir hvernig staðan væri nú. Svaraði Kirstín Flygenring, hagfræðingur og einn höfundanna, því þannig til að henni væri ekki kunnugt um að neinar markvissar aðgerðir hefðu verið gerðar innan Íbúðarlánasjóðs.

Fréttastofa leitaði viðbragða Eyglóar Harðardóttur, núverandi félagsmálaráðherra, en málefni Íbúðarlánasjóðs heyra undir ráðuneyti hennar. Þau svör fengust að Eygló væri í útlöndum og hefði ekki tækifæri til að fara yfir málið.

Starfandi félagamálaráðherra í fjarveru Eyglóar er Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra en hann svaraði ekki fyrirspurn féttastofu um aðgerðir vegna skýrslunnar í dag.

Frá Íbúðarlánasjóði fengust þau svör að stjórnendur Íbúðalánasjóðs gætu ekki tjáð sig um skýrsluna enn sem komið væri.

Hallur Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra sjóðsins, virtist þó hafa náð að líta yfir efni skýrslunnar þar sem hann sendi síðdegis frá sér tilkynningu um að hann ætli í meiðyrðarmál gagnvart rannsóknarnefndinni. Hann þvertekur fyrir að hafa verið pólitískt ráðinn vegna tengsla sinna við Framsóknarflokkinn eins og gefið sé í skyn í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×