Innlent

„Mannsrán“ í Fljótshlíð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Kallinum okkar var stolið síðustu nótt og er hans sárt saknað, ég kalla þetta „mannsrán“ enda er kallinn í fullri stærð úr tré og í fötum og skóm af mér,“ segir Guðni Guðmundsson hjá Húsinu í Fljótshlíð, sem er gistihús í sveitinni á móts við félagsheimilið Goðaland.

„Ferðamenn stoppa iðulega við kallinn og reyna að tala við hann en þegar þeir sjá að það gengur ekki stilla þeir sér upp við hlið hans og taka mynd. Hann fékk alveg að vera í alla fyrrasumar og hefur fengið að vera í friði í sumar fram að þessum tíma“, bætir Guðni við.

Ef einhver hefur orðið var við kallinn er sá hinn sami beðin um að setja sig í samband við Guðna og lofar hann fundarlaunum. 

Fleiri myndir af honum má sjá hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×