Lífið

„Mamma Emils í Kattholti“ látin

Atli Ísleifsson skrifar
Allan Edwall og Emy Storm, hér í hlutverki foreldra Emils í Kattholti.
Allan Edwall og Emy Storm, hér í hlutverki foreldra Emils í Kattholti. Mynd/astridlindgren.se
Sænska leikkonan Emy Storm lést á hjúkrunarheimili í Malmö í morgun, 89 ára að aldri.

Storm var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Alma, móðir Emils í Kattholti, í myndum um smálenska drenginn sem teknir voru upp á árunum 1971 til 1973.

Göte Fyhring, eiginmaður Storm, staðfestir í samtali við Aftonbladet að Storm hafi látist af völdum heilablæðingar en hún hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið.

Storm var einnig þekkt fyrir hlutverk sitt sem Hilma í sjónvarpsþáttunum Hedebyborna. Þá fór hún síðast með hlutverk í Wallander-myndinni Mörkret frá árinu 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×