Körfubolti

"Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla.  

„Því miður er saga fyrri hálfleiksins dómgæslan," sagði Kjartan Atli Kjartansson í hálfleik þegar strákarnir fóru yfir nokkur atriði.

„Við reynum að forðast það að tala um dómarana enda svolítið viðkvæmni þar á bæ. Við fáum alltaf að heyra það þegar við gagnrýnum dómara," sagði Kjartan Atli.

Körfuboltakvöldið fór síðan yfir nokkur atriði tengdum dómurunum í fyrri hálfleiknum og þar á meðal var tvívillan sem Kristinn Óskarsson dæmdi á þá Brynjar Þór Björnsson og Kristinn Marinósson.

„Hér er dæmd tvívilla. Leyfið þeim bara að spila," sagði Kjartan Atli. „Leyfið leikmönnum að spila og hættið þessu kjaftæði," sagði Fannar Ólafsson og Kristinn tók undir.

Strákarnir fóru líka yfir fullt að öðrum atriðum. „Miðað við línuna í leiknum þá er þetta ekki neitt," sagði Kjartan Atli meðal annars um það þegar Brandon Mobley fékk sína aðra villu.

Haukarnir voru mjög ósáttir með dómgæsluna í fyrri hálfleiknum og strákarnir tóku undir óánægju þeirra. „Ég skil Haukana vel" sagði Kjartan Atli meðal annars.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá alla umræðuna um dómgæsluna í körfuboltakvöldinu í hálfleik á leiknum í gær.


Tengdar fréttir

Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband

Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út.

Ívar: Kári gæti spilað oddaleikinn

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, segir mögulegt að Kári Jónsson verði með í oddaleiknum gegn KR á laugardaginn, ef af honum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×