Landið á hausnum ef Steingrímur J réði ferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:28 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira