Landið á hausnum ef Steingrímur J réði ferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:28 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira