"Í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum…“ Sigursveinn Magnússon skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun