"Hér búa konur ekki einar" Birta Björnsdóttir skrifar 8. mars 2014 20:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, og var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá víða um heim. Málefni kvenna í Afghanistan hafa reglulega verið í umræðunni, ekki síst þegar talibanar fóru með stjórn í landinu fyrir innrásina árið 2001. „Orðræðan í tengslum við innrásina var á þann veg að nauðsynlegt þótti að ráðast inn í landið, bæði vegna hryðjuverkaógnarinnar en ekki síður vegna þess hve fótum troðin réttindi kvenna voru í stjórnartíð talíbananna. Margir lögðu blessun sína yfir innrásina vegna þessa. Það er skemmst frá því að segja að árangurinn hefur ekki verið í neinu samræmi við orðræðuna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir dvöldu um tíma í Afghanistan í fyrra og fylgdust með störfum Ingibjargar Sólrúnar, sem þá var búsett í Kabúl og starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ingibjörg Sólrún er því vel kunnug málefnum kvenna í landinu. „Þó ýmislegt hafi áunnist er heilmikið eftir. Það má eiginlega segja að heilt yfir sé staða kvenna í Afghanistan skelfileg." Máli sínu til stuðnings segir Ingibjörg að 88% kvenna yfir 15 ára eru ólæsar og óskrifandi í landinu, 87% kvenna hafa upplifað ofbeldi í einhverri mynd og 60% kvenna eru í þvinguðum hjúskap. Meðal starfa Ingibjargar Sólrúnar var að reka kvennaathvörf á vegum UN Women. „Þetta eru um 12 athvörf og þar dvelja um 600 konur á hverjum tíma fyrir sig. Konurnar eru oftast búnar að brjóta allar brýr að baki sér. Jafnvel í Kabúl getur kona ekki farið úr athvarfi, leigt sér íbúð og farið að vinna. Konur búa ekki einar." Ingibjörg segir vanta áfangaheimili þar sem konurnar geti búið saman að dvöl í kvennaathvarfinu lokinni, en þá komi upp annað vandamál. „Það kemur iðulega upp sú mýta að þar sem konur búi saman, þar sé vændishús. Sú umræða sprettur upp reglulega og því þarf að fela athvörfin vel," segir Ingibjörg Sólrún. „Konur koma í athvörfin í alls konar ástandi. Þær leita mjög sjaldan til lögreglu eða heilbrigðisstofnana." Lög um afnám á ofbeldi gegn konum voru samþykkt árið 2009. Þó lagasetningin hafi vissulega verið skref í rétta átt er það engu að síður staðreynd að þeim er einungis beitt í um 16% tilfella þegar upp kemst um ofbeldi gegn konum. Þær Hrafnhildur og Halla Kristín heimsóttu eitt þessara athvarfa þar sem þær hittu fyrir unga konu sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hún leitaði í athvarfið eftir að fyrrum unnusti hennar réðst inn á heimili foreldra hennar ásamt hópi manna. Þeir gengu í skrokk á foreldrum hennar áður en þeir börðu hana svo illa að hún handleggsbrotnaði. Þá endaði fyrrverandi unnustinn á að hella sýru yfir andlit hennar og líkama. Konan fékk enga aðstoð á sjúkrahúsi sem hún leitaði til, en komst fyrst undir læknis hendur eftir að ættingjar hennar höfðu eftir krókaleiðum komist í samband við samtökin Konur fyrir konur í Afghanistan. Farhunda Saamy, hjá samtökunum, segir sögu ungu konunnar gott dæmi um mikilvægi athvarfanna. Í kvöldfréttum okkar á morgun höldum við áfram umfjöllun okkar um konur í Afghanistan og horfum til framtíðar, þar sem forsetakostningar eru framundan í landinu, sem og samningar stjórnvalda við talíbana og brotthvarf erlendra herja frá Afghanistan. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, og var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá víða um heim. Málefni kvenna í Afghanistan hafa reglulega verið í umræðunni, ekki síst þegar talibanar fóru með stjórn í landinu fyrir innrásina árið 2001. „Orðræðan í tengslum við innrásina var á þann veg að nauðsynlegt þótti að ráðast inn í landið, bæði vegna hryðjuverkaógnarinnar en ekki síður vegna þess hve fótum troðin réttindi kvenna voru í stjórnartíð talíbananna. Margir lögðu blessun sína yfir innrásina vegna þessa. Það er skemmst frá því að segja að árangurinn hefur ekki verið í neinu samræmi við orðræðuna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir dvöldu um tíma í Afghanistan í fyrra og fylgdust með störfum Ingibjargar Sólrúnar, sem þá var búsett í Kabúl og starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ingibjörg Sólrún er því vel kunnug málefnum kvenna í landinu. „Þó ýmislegt hafi áunnist er heilmikið eftir. Það má eiginlega segja að heilt yfir sé staða kvenna í Afghanistan skelfileg." Máli sínu til stuðnings segir Ingibjörg að 88% kvenna yfir 15 ára eru ólæsar og óskrifandi í landinu, 87% kvenna hafa upplifað ofbeldi í einhverri mynd og 60% kvenna eru í þvinguðum hjúskap. Meðal starfa Ingibjargar Sólrúnar var að reka kvennaathvörf á vegum UN Women. „Þetta eru um 12 athvörf og þar dvelja um 600 konur á hverjum tíma fyrir sig. Konurnar eru oftast búnar að brjóta allar brýr að baki sér. Jafnvel í Kabúl getur kona ekki farið úr athvarfi, leigt sér íbúð og farið að vinna. Konur búa ekki einar." Ingibjörg segir vanta áfangaheimili þar sem konurnar geti búið saman að dvöl í kvennaathvarfinu lokinni, en þá komi upp annað vandamál. „Það kemur iðulega upp sú mýta að þar sem konur búi saman, þar sé vændishús. Sú umræða sprettur upp reglulega og því þarf að fela athvörfin vel," segir Ingibjörg Sólrún. „Konur koma í athvörfin í alls konar ástandi. Þær leita mjög sjaldan til lögreglu eða heilbrigðisstofnana." Lög um afnám á ofbeldi gegn konum voru samþykkt árið 2009. Þó lagasetningin hafi vissulega verið skref í rétta átt er það engu að síður staðreynd að þeim er einungis beitt í um 16% tilfella þegar upp kemst um ofbeldi gegn konum. Þær Hrafnhildur og Halla Kristín heimsóttu eitt þessara athvarfa þar sem þær hittu fyrir unga konu sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hún leitaði í athvarfið eftir að fyrrum unnusti hennar réðst inn á heimili foreldra hennar ásamt hópi manna. Þeir gengu í skrokk á foreldrum hennar áður en þeir börðu hana svo illa að hún handleggsbrotnaði. Þá endaði fyrrverandi unnustinn á að hella sýru yfir andlit hennar og líkama. Konan fékk enga aðstoð á sjúkrahúsi sem hún leitaði til, en komst fyrst undir læknis hendur eftir að ættingjar hennar höfðu eftir krókaleiðum komist í samband við samtökin Konur fyrir konur í Afghanistan. Farhunda Saamy, hjá samtökunum, segir sögu ungu konunnar gott dæmi um mikilvægi athvarfanna. Í kvöldfréttum okkar á morgun höldum við áfram umfjöllun okkar um konur í Afghanistan og horfum til framtíðar, þar sem forsetakostningar eru framundan í landinu, sem og samningar stjórnvalda við talíbana og brotthvarf erlendra herja frá Afghanistan.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira