Innlent

"Helvítis lygamörður! Komdu þér út!"

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. mynd/Byron Wilkes
Fréttamaðurinn Byron Wilkes hjá tímaritinu Grapevine náði ótrúlegum myndum af því þegar öryggisvörður á Hlemmi henti manni á dyr. Vörðurinn sýndi mikið harðræði og sló manninn og sparkaði í hann.

Wilkes birti myndbandið á vefsíðu Grapevine í gær.

Atvikið átti sér stað fyrir nokkrum dögum. Wilkes segir að maðurinn hafi öskrað á öryggisvörðinn stuttu áður en honum var hent út.

"Helvítis lygamörður!" öskraði vörðurinn að manninum. "Komdu þér út!"

Hægt er að sjá myndbandið hér.

Öryggisvörðurinn mun ekki hafa kippt sér upp við að Wilkes hafi myndað atvikið. Þá mun hann hafa sagt við fréttamanninn: "Ég hef unnið hér í fjögur. Ég þurfti að koma þeim í burtu til að endurheimta Hlemm."

Grapevine hafði samband við Reynir Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó. Hann segir að Strætó hafi beðið vinnuveitanda mannsins um að víkja honum úr starfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir.

Þá sagði Reynir að upptaka úr öryggismyndavél sýni að öryggisvörðurinn hafi átt frumkvæði að barsmíðunum.

__________________

Athugasemd birt klukkan 9:00 þann 5. júní 2012.

Samkvæmt upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni er hér ekki um starfsmann Öryggismiðstöðvarinnar að ræða eða neinn á þeirra vegum. Gæsla á Hlemmi er verkefni sem Öryggismiðstöðin var með fyrir all nokkru siðan en hefur ekki sinnt í all nokkur misseri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×