„Gúgglaður“ Hólmvíkingur bjargar þýskum ferðamönnum Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 20:17 Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson „Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira