„Gúgglaður“ Hólmvíkingur bjargar þýskum ferðamönnum Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 20:17 Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson „Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“ Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mér að kenna sjálfur, ég er á Fésbókinni og er mikið á netinu,“ segir Jón Halldórsson, íbúi á Hólmavík og bílaáhugamaður, um einkennilegt símtal sem hann fékk fyrr í dag. „Það var hringt í mig frá bílaleigu í Reykjavík sem ég svosem þekki ekki neitt,“ segir Jón. Talsmaður bílaleigunnar tjáði honum það að tvær þýskar konur sem leigt höfðu bíl í Reykjavík væru í vandræðum á Hólmavík. Starfsmenn leigunnar hefðu einfaldlega „gúgglað“ þangað til þeir fundu einhvern sem gæti hjálpað. „Ég er með vefsíðu sem er Hólmavík 123,“ segir Jón, en á þeirri síðu tjáir hann sig meðal annars um bíla. „Hann sagði að það væru mæðgur í vandræðum og spurði hvort ég gæti reddað þeim.“ Þegar Jón mætti á planið á N1 í Hólmavík, þar sem mæðgurnar sátu fastar, kom babb í bátinn. „Ég skildi ekki eitt einasta orð sem þær sögðu,“ segir Jón. „Ég er algjörlega ómenntaður í öllu sem heitir tungumál þannig að við skildum hvort annað ekki neitt. Þetta var afskaplega aumingjalegt, vægast sagt.“ Bílaleigan hafði þó þegar greint Jóni frá því að konurnar hefðu óvart sett bensín á bílinn sem ætlaður er diesel-olíu. „Þá þurfti ég að rífa úr honum sætin til að komast að tanknum ofan frá,“ segir Jón. Hann stærir sig réttilega af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei þurft að fara með bíl á verkstæði og mun að sögn aldrei gera það. Mæðgurnar komust loks af stað en þær áttu að ná flugi frá Keflavík nú í kvöld. Jón hefur enga leið að vita hvort þeim hafi tekist það. En finnst honum svona lítið tiltökumál að stökkva í annarra manna bílavandræði með engum fyrirvara? „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Jón. „Ég er alinn hérna upp í sveit þar sem allir hjálpa öllum.“
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira