Innlent

"Frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða“

BBI skrifar
Mynd/FilmMagic
„Það var frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða," segir Hildur Ólafsdóttir afgreiðslustúlka í Háskólabíó sem afgreiddi stórstjörnuna þegar hún kom að horfa á kvikmyndina To Rome with Love klukkan hálf sex í dag.

„Mér brá dálítið mikið," segir Hildur sem seldi Emmu þrjá bíó miða. Emma var í fylgd tveggja kvenna en önnur þeirra var roskin og því vaknaði grunur hjá starfsfólki kvikmyndahússins að um móður leikkonunnar væri að ræða.

Leikkonan kunni sig að sögn Hildar og hagaði sér með prýði. „Hún var bara rosalega indæl," segir hún.

Hildur segir að fáir hafi verið í bíó þegar Emmu bar að garði og fæstir hafi tekið eftir nærveru hennar. „Hins vegar voru þrjár litlar stelpur sem ráku augun í hana og voru í miklu sjokki," enda um göldrótta hetju úr vinsælustu bókaseríu heims að ræða.


Tengdar fréttir

Emma Watson skilur ekkert í bíó

Hollywood stjarnan Emma Watson brá sér í bíó í kvöld, en hún er þessa dagana stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah. Hún fór að sjá Woody Allen myndina To Rome with love en ekki vildi betur til en að myndin er öll á Ítölsku og textuð á Íslensku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×