LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 13:43

Sćrđur hákarl virtist biđja kafara um hjálp

LÍFIĐ

„Erum viđ ađ sigla áfram inn í 2007?“

 
Viđskipti innlent
15:27 20. MARS 2017
Ásta Guđrún Helgadóttir, ţingmađur Pírata.
Ásta Guđrún Helgadóttir, ţingmađur Pírata. VÍSIR/ERNIR

Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.

Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.

Ekki rétt staðið að einkavæðingunni
Ásta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.

„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.

„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / „Erum viđ ađ sigla áfram inn í 2007?“
Fara efst