Lífið

„Erfiðast að hreyfa sig og syngja um leið"

Linda Blöndal skrifar
Fimmtán árum síðan Latibær var síðast á fjölum Þjóðleikhúsið eru íbúar bæjarins mættir aftur á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Allt er á sinum stað, Íþróttaálfurinn, skúrkurinn Glanni, Solla, Siggi, Nenni, Halla, Goggi,Stína og bæjarstjórinn. Og baráttan milli góðs og ills, hollustu og nammisins heldur áfram.  

Leikstjórn er í höndum Magnúsar Schevings og Rúnars Freys Gíslasonar. Arnmundur Ernst Backman fer með hlutverk íþróttaálfsins og Melkorka Davíðsdóttir Pitt er Solla stirða og Stefán Karl Stefánsson er Glanni líkt og undanfarin fimmtán ár.  

Viðtal við hina nýju Sollu stirðu má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×