Viðskipti innlent

„Eins og fimm manna fjölskylda sem daglega verður að taka á móti hundrað og fimmtíu manns“

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Frá Kirkjubæjarklaustri. Hingað til hefur fjölgun íbúa ekki verið í takt við umfangið sem sífellt vex í ferðaiðnaðnum en nú gæti orðið breyting á.
Frá Kirkjubæjarklaustri. Hingað til hefur fjölgun íbúa ekki verið í takt við umfangið sem sífellt vex í ferðaiðnaðnum en nú gæti orðið breyting á. Vísir/Vilhelm
Skaftárhreppur hefur fest kaup á lóðum í sveitarfélaginu sem verið hafa í einkaeign og skapar þannig svigrúm til nýrra byggingalóða.

Ekki veitir af því mikill skortur er á íbúðum á svæðinu. Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri segir að þar með ljúki löngu ferli sem hingað til hafi staðið uppbyggingu fyrir þrifum.

„Það voru að losna þrjár íbúðir og ég er með sjö umsóknir,“ segir Eygló þegar hún er spurð um ásóknina.

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustunni á svæðinu og segir hún að það sé erfitt fyrir lítinn þéttbýliskjarna eins og Kirkjubæjarklaustur að standa undir öllu umfanginu. Til dæmis eru þrjú stór hótel á Kirkjubæjarklaustri.

„Þetta er eins og fimm manna fjölskylda sem daglega verður að taka við hundrað og fimmtíu manns,“ segir hún.

Eins og gefur að skilja er erfitt að manna öll störf þegar ekki er hægt að bjóða fólkinu húsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×