Innlent

"Eigandi deildu.net hefur milljón á mánuði í tekjur af síðunni"

SMÁÍS, Samtök myndréttahafa á Íslandi lögðu fram kæru í febrúar í fyrra vegna meints lögbrots sem fram færi skráarskiptasíðunni deildu.net. Það dró þó ekki úr þeirri starfsemi sem fram fer á síðunni en þar getur hver sem er nálgast og deilt myndefni án þess að rétthafar fái greitt fyrir.

"Það er í sjálfsögðu mjög jákvætt að lesa fréttirnar í morgun að það eigi að setja aukinn kraft í þetta því að okkar mati ætti þetta að vera auðleysanlegt mál fyrir lögregluna", segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS.

Það er ekki flókið fyrir netverja að sækja myndefni á deildu.net. Á forsíðunni eru fimmtíu vinsælustu myndbrotin og skipa íslenskar myndir og þættir þar efstu sætin.



Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi eru sekt og fangelsi í allt að tvö ár. Vefsíðan er vistuð í Rússlandi og ekki fást upplýsingar um eignarhald á síðunni sjálfri.

"Það breytir engu. Eignarhaldið er hér á Íslandi, þetta er Íslendingur sem á þessa síðu, alveg sama hvað hann kallar sig á síðunni og brotin eru framin hér á landi, þannig að lögsagan er hér. Auðvitað er það aðeins snúnara að síðan er vistuð í öðru landi en breytir því ekki að þetta á samt ekki að vera mikið mál."



Snæbjörn segir eiganda síðunnar græða vel á því að halda henni úti.

"Við höfum heimildir fyrir því að strákurinn sem á síðuna, hann er náttúrulega ekki strákur heldur ungur maður, sé með á bilinu 800 þúsund til milljón í tekjur á mánuði. Þannig að þeir sem eru að greiða inn á þessa síðu eru í raun að styrkja glæpastarfsemi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×