„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 10:46 Guðfinna Jóhanna Guðmunsdóttir hefur áhyggjur af börnunum vegna mótmælanna á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira