„Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:17 Magnús Júlíusson. Margir sjálfstæðismenn vilja að það verði rætt opinskátt innan flokksins hvers vegna fylgi hans fer minnkandi og hvers vegna hópur flokksfélaga íhugar að yfirgefa flokkinn. „Það er alvarlegt mál þegar það liggur á borðinu að það er hópur góðra sjálfstæðismanna sem er að ræða það að stofna nýjan flokk,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Hún segir að menn eigi ekki að vera feimnir við að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni. „Ég harma að mál séu komin í þennan farveg. Ég hef alltaf talið okkur stóran og opinn flokk þar sem rúm er fyrir alla,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður. Jón Ragnar Ríkharðsson, formaður verkalýðsráðs sjálfstæðismanna, segir að það séu óþarflega miklar deilur í flokknum. Menn gleymi því stundum að það sé nauðsynlegt að viðra ólíkar skoðanir.Guðlaugur Þór Þórðarson.fréttablaðið/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson þingmaður talar fyrir því að breyta umræðuhefðinni í flokknum. „Umræðan hefur breyst, hún er orðin persónulegri. Við eigum að ræða hlutina málefnalega og yfirvegað og sleppa því að tengja hana við persónur,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjöldaflokkur, flokkur allra stétta og um margt ólíkra skoðana en sameiginleg grunngildi sameini flokksmenn. Menn vilja jafnframt ræða hvort flokkurinn hafi fjarlægst sjálfstæðisstefnuna og grunngildi hennar. Einn viðmælenda blaðsins sagði að það væri ekki talað með nógu skýrum hætti fyrir sjálfstæðisstefnunni. Annar sagði að menn væru löngu búnir að gleyma slagorðinu stétt með stétt.Margir sjálfstæðismenn vilja að flokksmenn setjist niður og ræði hvers vegna flokkurinn tapar fylgi í könnunum. Þá er kallað eftir breyttri umræðu og umburðarlyndi. Fréttablaðið /GVASkuldaniðurfellingar ekki í anda sjálfstæðismanna Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er á annarri skoðun. Hann telur að menn hafi ekki gleymt grunngildunum og bendir á að frá því að Sjálfstæðisflokkurinn kom til valda fyrir ári sé búið að lækka skatta á millitekjufólk og tryggingagjald á fyrirtæki og fleiri skattalækkanir séu í farvatninu. Magnús segir þó að það geti haft áhrif á fylgi flokksins að þau mál sem voru mest í umræðunni í vetur, það er skuldaniðurfellingar, séu ekki í anda sjálfstæðismanna. Þegar rætt er um deilur innan flokksins nefna flestir að ESB-málin hafi farið illa með flokkinn og klofið hann. Menn segja að umræðan hafi bæði verið harðvítug og persónuleg.Magnús Júlíusson.Þá halda sumir því fram að samstarfið við Framsóknarflokkinn hafi skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn,“ segir Magnús. Hann bætir við að þau mál sem hafi borið hæst í samstarfi við Framsókn séu ekki til þess fallin að auka fylgi flokksins. Magnús segist þess þó fullviss að um leið og almenningur fari að finna fyrir skattalækkunum á eigin skinni aukist fylgi flokksins. Við vinnslu fréttarinnar var óskað eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um ákallið um umræður um stöðu flokksins, en þau svöruðu ekki skilaboðum. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að það verði rætt opinskátt innan flokksins hvers vegna fylgi hans fer minnkandi og hvers vegna hópur flokksfélaga íhugar að yfirgefa flokkinn. „Það er alvarlegt mál þegar það liggur á borðinu að það er hópur góðra sjálfstæðismanna sem er að ræða það að stofna nýjan flokk,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Hún segir að menn eigi ekki að vera feimnir við að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni. „Ég harma að mál séu komin í þennan farveg. Ég hef alltaf talið okkur stóran og opinn flokk þar sem rúm er fyrir alla,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður. Jón Ragnar Ríkharðsson, formaður verkalýðsráðs sjálfstæðismanna, segir að það séu óþarflega miklar deilur í flokknum. Menn gleymi því stundum að það sé nauðsynlegt að viðra ólíkar skoðanir.Guðlaugur Þór Þórðarson.fréttablaðið/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson þingmaður talar fyrir því að breyta umræðuhefðinni í flokknum. „Umræðan hefur breyst, hún er orðin persónulegri. Við eigum að ræða hlutina málefnalega og yfirvegað og sleppa því að tengja hana við persónur,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjöldaflokkur, flokkur allra stétta og um margt ólíkra skoðana en sameiginleg grunngildi sameini flokksmenn. Menn vilja jafnframt ræða hvort flokkurinn hafi fjarlægst sjálfstæðisstefnuna og grunngildi hennar. Einn viðmælenda blaðsins sagði að það væri ekki talað með nógu skýrum hætti fyrir sjálfstæðisstefnunni. Annar sagði að menn væru löngu búnir að gleyma slagorðinu stétt með stétt.Margir sjálfstæðismenn vilja að flokksmenn setjist niður og ræði hvers vegna flokkurinn tapar fylgi í könnunum. Þá er kallað eftir breyttri umræðu og umburðarlyndi. Fréttablaðið /GVASkuldaniðurfellingar ekki í anda sjálfstæðismanna Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er á annarri skoðun. Hann telur að menn hafi ekki gleymt grunngildunum og bendir á að frá því að Sjálfstæðisflokkurinn kom til valda fyrir ári sé búið að lækka skatta á millitekjufólk og tryggingagjald á fyrirtæki og fleiri skattalækkanir séu í farvatninu. Magnús segir þó að það geti haft áhrif á fylgi flokksins að þau mál sem voru mest í umræðunni í vetur, það er skuldaniðurfellingar, séu ekki í anda sjálfstæðismanna. Þegar rætt er um deilur innan flokksins nefna flestir að ESB-málin hafi farið illa með flokkinn og klofið hann. Menn segja að umræðan hafi bæði verið harðvítug og persónuleg.Magnús Júlíusson.Þá halda sumir því fram að samstarfið við Framsóknarflokkinn hafi skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn,“ segir Magnús. Hann bætir við að þau mál sem hafi borið hæst í samstarfi við Framsókn séu ekki til þess fallin að auka fylgi flokksins. Magnús segist þess þó fullviss að um leið og almenningur fari að finna fyrir skattalækkunum á eigin skinni aukist fylgi flokksins. Við vinnslu fréttarinnar var óskað eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um ákallið um umræður um stöðu flokksins, en þau svöruðu ekki skilaboðum.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira