MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 15:09

Skýrslan um Matvćlastofnun

SKOĐANIR

"Ég er kominn heim“ sungiđ á táknmáli

 
Körfubolti
23:30 18. JANÚAR 2016

Lagið Ég er kominn heim eftir E. Kalmån við texta Jóns Sigurðssonar er orðið óobinbert lag íslensku landsliðanna í boltagreinum.

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta sungu lagið eftir síðasta leik liðsins á EM í Berlín síðasta sumar og vakti það mikla athygli.

Lagið var svo spilað á Laugardalsvellinum þegar karlalandsliðið í fótbolta komst á EM í fyrsta sinn og eftir sigur handboltalandsliðsins gegn Noregi á EM sungu stuðningsmenn íslenska liðsins og leikmenn lagið saman eftir leik.

Körfuknattleikssamband Íslands og Félag hernarlausra unnu saman að myndbandi við lagið, en hugmyndin að verkefninu kom frá Björgu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu Íslands.

Hulda Halldórsdóttir syngur lagið á táknmáli ásamt leikmönnum úr A-landsliði karla og kvenna; þeim Auði Írisi Ólafsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur, Helenu Sverrisdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Hauki Helga Pálsyni, Ragnari Natanaelsyni og Ægi Þór Steinarsyni.

Myndbandið má sjá hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / "Ég er kominn heim“ sungiđ á táknmáli
Fara efst