"Crossfit er galin líkamsrækt“ BBI skrifar 7. september 2012 19:23 Mynd/Anton Brink Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira