„Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2013 21:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna. „Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
„Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira