„Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2013 21:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna. „Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“ Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
„Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira