Innlent

„Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi“

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Mynd/Birkir Ísleifur Gunnarsson
Orkuveita Reykjavíkur hefur nú þegar eytt tæpum átta hundruð milljónum króna í undirbúning Bitruvirkjunar en svæðið verður verndað samkvæmt rammaáætlun um virkjunarkosti. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi, segir Eiríkur Hálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar.

Í rammaáætlun sem kynnt var í gær eru virkjanakostir á Íslandi flokkaðir á þrjá vegu. Þau svæði sem má nýta, þau svæði sem sett eru í bið í fimm ár og þau svæði sem skal vernda.

Bitra er eitt af þeim svæðum sem skal vernda samkvæmt rammaáætluninni og því má ekki virkja þar ef Alþingi samþykkir rammaáætlunina í vetur. Orkuveitan hefur hins vegar nú þegar eytt 785 milljónum í rannsóknarboranir og aðra undirbúningsvinnu fyrir Bitruvirkjun. Eiríkur segir Orkuveituna samt sem áður fagna því að rammaáætlunin sé nú loksins tilbúin.

Í gær hófst tólf vikna umsagnarferli þar sem hagsmunaaðilar geta komið að sínum skoðunum á rammaáætluninni. Að því ferli loknu munu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra útbúa loka þingsályktunartillögu sem að öllum líkindum verður lögð fyrir þingið fyrir jól. Eiríkur segir Orkuveituna eiga eftir að koma sínum sjónarmiðum að í þessu ferli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×