Enski boltinn

Zlatan á Instagram: Manchester United, ég er að koma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimović.
Zlatan Ibrahimović. Vísir/Getty
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović er nú búinn að staðfesta það að hann spili með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United á komandi leiktíð.

Zlatan Ibrahimović notaði Instagram-síðu sína til að tilkynna heiminum um það að hann sé á leiðinni á Old Trafford.

„Tími til að láta heiminn vita. Næsti áfangastaður minn er Manchester United. Ég er að koma," skrifaði Zlatan Ibrahimović undir mynd af merki Manchester United.

Það var reyndar ekki mikið leyndarmál enda löngu búið að leka út að Zlatan Ibrahimović spila fyrir Jose Mourinho hjá Manchester United.

Zlatan Ibrahimović er 34 ára gamall og átti frábært tímabil með franska liðinu Paris Saint-Germain í vetur þar sem hann skoraði 50 mörk í 51 leik í öllum keppnum.

Zlatan Ibrahimović hætti í sænska landsliðinu eftir síðasta leik liðsins á EM í Frakklandi og getur því einbeitt sér algjörlega að því að spila fyrir Manchester United.

Zlatan Ibrahimović varð þrefaldur meistari með Paris Saint-Germain á tímabilinu en hann hefur orðið þrettán sinnum landsmeistari á síðustu sextán tímabilum sínum í Hollandi, á Ítalíu, á Spáni og í Frakklandi.

Zlatan Ibrahimović lék í fjögur tímabil með Paris Saint-Germain og skoraði 113 mörk í 122 deildarleikjum með liðinu.

Time to let the world know. My next destination is @manchesterunited #iamcoming

A photo posted by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×