LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 14:58

Jafnt fyrir austan

SPORT

Yfirmađur NFL-deildarinnar miklu launahćrri en stjörnur deildarinnar

 
Sport
12:30 17. FEBRÚAR 2016
Goodell ásamt Von Miller sem var valinn besti leikmađur Super Bowl.
Goodell ásamt Von Miller sem var valinn besti leikmađur Super Bowl. VÍSIR/GETTY

Hinn umdeildi yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, mokar inn peningum í sínu starfi.

Hann fékk tæplega 4,4 milljarða króna í laun árið 2014. Það er mun meira en stærstu stjörnur deildarinnar fengu það ár. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var launahæsti leikmaðurinn það ár með 2,8 milljarða króna í árslaun.

Árið 2013 fékk Goodell tæplega 4,5 milljarða í árslaun þannig að 2014 er ekki sérstakt tilvik.

Næstlaunahæsti starfsmaður á skrifstofu NFL-deildarinnar var með 960 milljónir króna í árslaun.

Á fyrstu níu árum sínum sem yfirmaður deildarinnar halaði Goodell inn yfir 23 milljarða króna í laun. Hann getur því ekki kvartað.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Yfirmađur NFL-deildarinnar miklu launahćrri en stjörnur deildarinnar
Fara efst