Sport

Yfirmaður NFL-deildarinnar miklu launahærri en stjörnur deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Goodell ásamt Von Miller sem var valinn besti leikmaður Super Bowl.
Goodell ásamt Von Miller sem var valinn besti leikmaður Super Bowl. vísir/getty
Hinn umdeildi yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, mokar inn peningum í sínu starfi.

Hann fékk tæplega 4,4 milljarða króna í laun árið 2014. Það er mun meira en stærstu stjörnur deildarinnar fengu það ár. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var launahæsti leikmaðurinn það ár með 2,8 milljarða króna í árslaun.

Árið 2013 fékk Goodell tæplega 4,5 milljarða í árslaun þannig að 2014 er ekki sérstakt tilvik.

Næstlaunahæsti starfsmaður á skrifstofu NFL-deildarinnar var með 960 milljónir króna í árslaun.

Á fyrstu níu árum sínum sem yfirmaður deildarinnar halaði Goodell inn yfir 23 milljarða króna í laun. Hann getur því ekki kvartað.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×