Fótbolti

Willum: Vonin um Evrópusæti lifir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Willum Þór þjálfari KR
Willum Þór þjálfari KR vísir/eyþór
KR hélt lífi í baráttu sinni um að ná Evrópusæti með 3-2 sigri á Fjölni á heimavelli í dag. Willum Þór Þórsson þjálfari liðsins var að vonum alsæll með það.

„Vonin um Evrópusæti lifir. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Willum.

„Það var allt lagt í þennan leik og leikurinn bar þess merki.  Mér fannst þetta frábær fótbotlaleikur tveggja öflugra liða.

„Mér fannst við tök á leiknum mest megnis en það er ekki að ástæðulausu að þeir séu við toppinn á töflunni. Þeir eru með mikil gæði og fljótir að snúa vörn í sókn. Þú getur aldrei verið rólegur á móti Fjölni,“ sagði Willum.

Fjölnir komst snemma yfir í leiknum en KR náði að jafna fyrir hálfleik og komast yfir snemma í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikilvægt. Það endurspeglaði frammistöðu okkar í leiknum. Við herjuðum á þá og náðum að jafna metin.

„Það er stöðug vinna að vera með gott fótboltalið. Menn geta aldrei hent inn handklæðinu. Það er ekki til í dæminu hér í Vesturbænum.

„Menn verða alltaf að búa ti gulrót og Evrópusætið er okkar gulrót. Það voru allir búnir að afskrifa okkur nema við sjálfir og vonandi höldum við í vonina alveg fram í síðasta leik,“ sagði Willum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×