Enski boltinn

Wenger: Theo Walcott á bjarta framtíð hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott. Vísir/EPA
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er með Theo Walcott inn í framtíðarplönum sínum og vill halda leikmanninum hjá félaginu.

Hinn 26 ára gamli Theo Walcott hefur verið mikið meiddur og missti af nær öllu árinu 2014. Walcott hefur lítið sem ekkert spilað í sigurgöngu liðsins að undanförnu.

Liverpool hefur áhuga á leikmanninum en framundan eru samningarviðræður milli Walcott og Arsenl. Núverandi þriggja ára samningur hans rennur út 2016.

„Ég er fullviss um það að hann geri nýjan samning," sagði Arsene Wenger þegar hann var spurður út í framtíð Theo Walcott hjá félaginu.

„Ég trúi því að Theo Walcott eigi bjarta framtíð hjá Arsenal. Hann er nýkominn til baka eftir mjög erfið meiðsli og er að verða betri með hverri vikunni," sagði Wenger.

„Hann er enn ungur og ég spái því að hann eigi eftir að skora mikið í framtíðinni af því hann hefur hæfileikana og leikskilninginn. Ég vill því að hann verði áfram hjá okkar félagi," sagði Wenger.

Theo Walcott hefur spilað með Arsenal frá 2006 en félagið keypti hann frá Southampton þegar hann var aðeins sautján ára gamall.

Theo Walcott hefur skorað 47 mörk í 202 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en aðeins 2 mörk í 8 leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×