Fótbolti

Vonast til þess að fá þjálfarastöðu hjá Barcelona einn daginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það var heljarinnar veisla þegar aðdáendur Barcelona kvöddu Xavi í vor.
Það var heljarinnar veisla þegar aðdáendur Barcelona kvöddu Xavi í vor. Vísir/Getty
Spænski miðjumaðurinn Xavi sem gekk til liðs við Al Sadd í úrvalsdeild Katar í sumar, er þessa dagana að afla sér þjálfararéttinda og segist hann vonast til þess að hann muni snúa einn daginn aftur til Barcelona sem þjálfari.

Xavi sem lék í 17 ár með Barcelona gekk til liðs við Al Sadd eftir 767 leiki í öllum keppnum sem leikmaður Barcelona en hann varð átta sinnum spænsku meistari, þrisvar bikarmeistari og var í sigurliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fjögur skipti.

Xavi hefur leikið 4 leiki fyrir Al Sadd en segist nýta frítímann sem hann hefur í Katar til þess að afla sér þjálfararéttinda ásamt því að fylgjast með spænska boltanum.

„Ég nýt lífsins hérna í Katar, ég get fylgst með spænska boltanum og nýtt tímann til þess að afla mér þjálfararéttinda hérna. Ég veit ekki hvert næsta skref verður hjá mér en vonandi sný ég aftur til Barcelona einn daginn sem þjálfari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×