Skoðun

Virkjum hæfileikana?

Anna Kristín Jensdóttir skrifar
Nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga nýlega liðinn og sumarfrí á næsta leiti hjá flestum. Eflaust er það gleðiefni fyrir marga sem hlakka til þess að fá frí einn dag inni í miðri vinnuviku eða í nokkra daga á sumri. En það á ekki við um mig því ég hef ekki enn þá fengið sumarvinnu.

Ég hef verið að sækja um sumarvinnu eins og margir háskólanemendur. Sendi atvinnuumsókn til u.þ.b. 30 stofnana og fyrirtækja þar sem boðið var upp á atvinnuúrræði fyrir háskólanema.

Þau fyrirtæki sem svöruðu mér til baka tilkynntu öll að því miður væri ekki hægt að bjóða mér upp á vinnu vegna þess að aðgengi að viðkomandi stofnun/fyrirtæki væri ekki í lagi fyrir hjólastólanotendur.

Staðreyndin er nefnilega sú að ég nota hjólastól en það sem ég hef með mér er að ég er 23 ára gömul stúlka og stunda stunda nám í sálfræðideild Háskóla Íslands og æfi sund þrisvar í viku, þar sem ég syndi á æfingu allt að 3,5 til 4 km á æfingu. Bý á stúdentagarði og nýt þess að vera sjálfstæð með jafningjum mínum í háskólanum. Ég er með bílpróf og fer allra mínna ferða sjálf bæði með og án aðstoðar. Ég er vel ritfær og kann vel á tölvu, blogga á fésinu og vil vera baráttukona fyrir réttindum þeirra sem eiga undir högg að sækja, já, að ógleymdu því að ég notast við hjólastól.

Ég velti því fyrir mér í tengslum við atvinnuleit mína hvort styrkleikar mínir hafi verið skoðaðir af atvinnurekandanum eins og þeir koma fram í ferilskrá minni, og af hverju held ég að svo sé, jú vegna þess að þau fyrirtæki sem ekki svöruðu mér til baka gátu hugsanlega ekki borið við lélegu hjólastólaaðgengi og ákváðu að þegja þunnu hljóði.

Getur verið að ég hafi fengið strax stóran mínus í huga atvinnurekandans vegna þess að ég notast við hjólastól? Ég veit að þessi viðhorf eru til alltof víða í samfélaginu.

Spurningin er þessi: Vill mig einhver í vinnu, vill einhver nýta hæfileika mína og getu til góðra verka?




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×