Innlent

Vilja upplýsingar vegna hausaþurrkunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt núverandi deiliskipulagi er HB Granda heimilt að þurrka 170 tonn á viku,
Samkvæmt núverandi deiliskipulagi er HB Granda heimilt að þurrka 170 tonn á viku, Vísir/GVA
Bæjarstjórn Akraness óskar eftir ítarlegri upplýsingum vegna lyktar frá hausaþurrkun HB Granda. Bæjarstjórnin vill vita hvernig fyrirtækið ætlar að sporna gegn lyktarmengun frá tveimur hausaþurrkunum sem HB Grandi rekur á Akranesi. Samkvæmt núverandi deiliskipulagi er fyrirtækinu heimilt að þurrka 170 tonn á viku, en búið er að sækja um breytingu svo hægt verði að þurrka 500 til 600 tonn á viku.

Í tilkynningur frá Akrakeskaupstað segir að áður en afstaða sé tekin til umsóknarinnar verði upplýsingar að vera fyllri.

Það á við um möguleg áhrif starfseminnar, búnað og aðferðir sem gert er ráð fyrir að nota við vinnsluna til að lágmarka grenndaráhrif, einkum lyktarmengun. Það á jafnframt við um viðbrögð við slíkri mengun í ljósi þess að íbúar í nágrenninu kvarta undan lyktarmengun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×