Innlent

Vilja marka Vestfjörðum sérstöðu í sjávarútvegsfræðum

BBI skrifar
Patreksfjörður. Mynd úr safni.
Patreksfjörður. Mynd úr safni.
Nokkrir þingmenn með Ólínu Þorvarðardóttur fremsta í flokki lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að Vestfirðir verði gerðir að sérstökum vettvangi rannsókna í málefnum hafsins og kennslu í sjávarútvegsfræði. Þannig verði Vestfjörðum mörkuð sérstaða á sviði sjávarútvegs.

Þingsályktunartillagan lýtur einkum að stefnumörkun háskólastarfs. Stjórnvöld hafa boðað heildarendurskoðun á málefnum háskóla landsins og þá er mikilvægt að horfa til sérstöðu háskólasvæðanna.

Vestfirðir þykja henta vel fyrir kennslu í sjávarútvegi enda eru þar nýsköpunar- og þróunarmöguleikar í samstarfi háskólans og atvinnufyrirtækja að mati þingmannanna. Þegar hefur skapast ákveðinn grunnur í haf- og strandsvæðarannsóknum á svæðinu og eðlilegt að byggja á þeim grunni þegar sérstaða svæðisins er ákveðin.

Skilgreiningin á að vera til hliðsjónar við ákvörðun um fjárveitingar og stuðning við fyrirtæki og stofnanir.

Hér má lesa þingsályktunartillöguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×